Fótbolti

Ólafur Ingi: Margt breyst síðan ég fór út til Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason segir að það hafi margt breyst síðan hann fór 18 ára gamall til enska stórliðsins Arsenal árið 2001.

„Það er mikið búið að breytast síðan ég fór ungur út. Það er kannski orðið erfiðara fyrir stráka frá minni þjóðum að komast aftur í stór lið svona ungir,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ólafur Ingi er einn af okkar reyndustu atvinnumönnum. Auk Arsenal hefur hann leikið með Brentford, Helsingborg, SönderjyskE, Zulte Waregem, Gençlerbirliği og Karabükspor á ferlinum. Þá hefur Ólafur Ingi, sem er 33 ára, leikið 27 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Það hefur margt breyst, aðallega í kringum fótboltann. Þjálfunartækni og það sem varðar meiðsli er orðið miklu, miklu betra. Það eru öll lið komin með styrktarþjálfara. Það hefur tekið miklum framförum og hefur orðið fótboltanum til góða,“ sagði Ólafur Ingi.

Með því að smella hér má sjá annað brot úr viðtalinu við Ólaf Inga. Þar ræðir hann m.a. um mögulega heimkomu og ástandið í Tyrklandi sem varð til þess að fjölskylda hans flutti til Íslands.


Tengdar fréttir

Fjölskylda Ólafs Inga flutti til Íslands eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi

Svo gæti farið að Ólafur Ingi Skúlason spili hér á landi næsta sumar. Miðjumaðurinn liggur nú undir feldi og íhugar framtíð sína en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við tyrkneska liðið Karabükspor. Fjölskylda Ólafs Inga flutti heim til Íslands eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi í sumar og það styttist í heimkomu hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×