Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 17:00 Karl Hjálmarsson við húsið við Ólafstún 14 sem fór illa í snjóflóði á þriðjudagskvöld. vísir/egill Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48