Leið vel að vera kominn í Valstreyjuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Pedersen markaði endurkomu sína í Pepsi-deildina með tveimur mörkum gegn Fram. fréttablaðið/valli Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, er leikmaður fjórðu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann er nýkominn aftur til Valsmanna eftir að hafa slegið í gegn á Hlíðarenda á síðari hluta tímabilsins í fyrra. Þá skoraði hann fimm mörk í níu leikjum og var þá lánsmaður frá Vendsyssel í heimalandinu. Fyrir tæpri viku, á lokadegi félagaskiptagluggans, var skyndilega tilkynnt að Valur hefði komist að samkomulagi við félagið um kaup á Pedersen og kom hann hingað til lands um helgina. Magnús Gylfason, þjálfari Vals, setti Pedersen beint í byrjunarliðið og þakkaði hann fyrir sig með því að skora tvö mörk í 5-3 sigri liðsins á Val. „Þetta var frábær byrjun og gott fyrir mig enda hafði ég ekki spilað leik í byrjunarliði í meira en mánuð,“ sagði Pedersen í samtali við Fréttablaðið í gær.Vil skora fullt af mörkum „Mér leið vel að vera kominn aftur í Valstreyjuna. Ég vona bara að við höldum áfram á þessari braut en til þess þurfum við að bæta varnarleikinn. Það var frábært að skora fimm mörk í þessum leik en að sama skapi gengur ekki að fá þrjú mörk á okkur í hverjum leik.“ Hann hefur metnað til að standa sig vel í deildinni í sumar en veit ekki hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Ég vona að okkur takist að vera á meðal þriggja efstu liðanna í deildinni og að ég muni skora mikið af mörkum. Það eru þó bara fjórar umferðir búnar enn sem komið er og næsta verkefni er leikur gegn Stjörnunni á fimmtudag [á morgun]. Það verður erfiður leikur,“ bætir Pedersen við. Hann telur að Valsliðið sé betur skipað en í fyrra. „Það eru nokkrir nýjir leikmenn komnir og það er góð blanda af Íslendingum og erlendum leikmönnum í hópnum,“ segir hann.Vildi fá að spila meira Pedersen er 22 ára gamall og segir ástæðu þess að hann hafi tekið tilboði Vals að hann hafi viljað spila meira. „Ég var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjunum [hjá Vendsyssel] í vetur en svo á bekknum. Ég er því ánægður með að vera kominn til Vals en hvað gerist svo í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Ég einbeiti mér fyrst að þessu tímabili með Val.“ Sem fyrr segir kom hann með skömmum fyrirvara til landsins og deilir hann fyrst um sinn íbúð með þeim Matarr Jobe og Lucas Ohlander. „Ég er með lítið herbergi hjá þeim og slepp því við að sofa á dýnu á gólfinu,“ sagði hann í léttum dúr. „En ég vona að íbúðin mín verði tilbúin eftir nokkra daga.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, er leikmaður fjórðu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann er nýkominn aftur til Valsmanna eftir að hafa slegið í gegn á Hlíðarenda á síðari hluta tímabilsins í fyrra. Þá skoraði hann fimm mörk í níu leikjum og var þá lánsmaður frá Vendsyssel í heimalandinu. Fyrir tæpri viku, á lokadegi félagaskiptagluggans, var skyndilega tilkynnt að Valur hefði komist að samkomulagi við félagið um kaup á Pedersen og kom hann hingað til lands um helgina. Magnús Gylfason, þjálfari Vals, setti Pedersen beint í byrjunarliðið og þakkaði hann fyrir sig með því að skora tvö mörk í 5-3 sigri liðsins á Val. „Þetta var frábær byrjun og gott fyrir mig enda hafði ég ekki spilað leik í byrjunarliði í meira en mánuð,“ sagði Pedersen í samtali við Fréttablaðið í gær.Vil skora fullt af mörkum „Mér leið vel að vera kominn aftur í Valstreyjuna. Ég vona bara að við höldum áfram á þessari braut en til þess þurfum við að bæta varnarleikinn. Það var frábært að skora fimm mörk í þessum leik en að sama skapi gengur ekki að fá þrjú mörk á okkur í hverjum leik.“ Hann hefur metnað til að standa sig vel í deildinni í sumar en veit ekki hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Ég vona að okkur takist að vera á meðal þriggja efstu liðanna í deildinni og að ég muni skora mikið af mörkum. Það eru þó bara fjórar umferðir búnar enn sem komið er og næsta verkefni er leikur gegn Stjörnunni á fimmtudag [á morgun]. Það verður erfiður leikur,“ bætir Pedersen við. Hann telur að Valsliðið sé betur skipað en í fyrra. „Það eru nokkrir nýjir leikmenn komnir og það er góð blanda af Íslendingum og erlendum leikmönnum í hópnum,“ segir hann.Vildi fá að spila meira Pedersen er 22 ára gamall og segir ástæðu þess að hann hafi tekið tilboði Vals að hann hafi viljað spila meira. „Ég var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjunum [hjá Vendsyssel] í vetur en svo á bekknum. Ég er því ánægður með að vera kominn til Vals en hvað gerist svo í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Ég einbeiti mér fyrst að þessu tímabili með Val.“ Sem fyrr segir kom hann með skömmum fyrirvara til landsins og deilir hann fyrst um sinn íbúð með þeim Matarr Jobe og Lucas Ohlander. „Ég er með lítið herbergi hjá þeim og slepp því við að sofa á dýnu á gólfinu,“ sagði hann í léttum dúr. „En ég vona að íbúðin mín verði tilbúin eftir nokkra daga.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira