Lokeren leyfði Sverri Inga að byrja að æfa með Granada | Myndir og myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 12:30 Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason stóðst læknisskoðun hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Granada CF í gær og er nú byrjaður að æfa með félaginu. Lokeren og Granada CF eiga reyndar eftir að ganga frá kaupunum en belgíska félagið leyfði Sverri Inga Ingasyni engu að síður að hefja æfingar með spænska félaginu í dag. Talið er að Granada CF borgi Belgunum um 230 milljónir íslenskra króna fyrir íslenska landsliðsmanninn. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í kringum samninginn. Sverrir Ingi er 23 ára gamall miðvörður frá Kópavogi sem spilaði með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku. Sverrir er búinn að fara yfir málin með knattspyrnustjóranum Lucas Alcaraz og var mættur í bleikt á æfingu liðsins í dag. Fyrsti leikur Sverris Inga gæti verið í Barcelona en Granada spilar við Espanyol um næstu helgi. Sverrir Ingi var á sínu þriðja tímabili með Lokeren en hann kom til félagins frá norska félaginu Viking árið 2014. Granada CF birti myndir og myndband af Sverri Inga á æfingunni á Twitter-síðu sinni og má sjá þær hér fyrir neðan. El jugador islandés Ingason se ejercita con el equipo con permiso del KSC Lokeren https://t.co/zIIH6wsG2D pic.twitter.com/FT4t40syIW— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 18, 2017 Comienza la sesión de entrenamiento del #GranadaCF en la Ciudad Deportiva. Empieza a correr la cuenta atrás para Cornellá #EternaLucha pic.twitter.com/laS3tLYVI0— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 18, 2017 Así fue el entrenamiento de hoy con la presencia especial de @SverrirIngi! #GranadaSíCree #EternaLucha #EspanyolGranada pic.twitter.com/byxwIPYIrB— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 18, 2017 Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason stóðst læknisskoðun hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Granada CF í gær og er nú byrjaður að æfa með félaginu. Lokeren og Granada CF eiga reyndar eftir að ganga frá kaupunum en belgíska félagið leyfði Sverri Inga Ingasyni engu að síður að hefja æfingar með spænska félaginu í dag. Talið er að Granada CF borgi Belgunum um 230 milljónir íslenskra króna fyrir íslenska landsliðsmanninn. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í kringum samninginn. Sverrir Ingi er 23 ára gamall miðvörður frá Kópavogi sem spilaði með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku. Sverrir er búinn að fara yfir málin með knattspyrnustjóranum Lucas Alcaraz og var mættur í bleikt á æfingu liðsins í dag. Fyrsti leikur Sverris Inga gæti verið í Barcelona en Granada spilar við Espanyol um næstu helgi. Sverrir Ingi var á sínu þriðja tímabili með Lokeren en hann kom til félagins frá norska félaginu Viking árið 2014. Granada CF birti myndir og myndband af Sverri Inga á æfingunni á Twitter-síðu sinni og má sjá þær hér fyrir neðan. El jugador islandés Ingason se ejercita con el equipo con permiso del KSC Lokeren https://t.co/zIIH6wsG2D pic.twitter.com/FT4t40syIW— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 18, 2017 Comienza la sesión de entrenamiento del #GranadaCF en la Ciudad Deportiva. Empieza a correr la cuenta atrás para Cornellá #EternaLucha pic.twitter.com/laS3tLYVI0— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 18, 2017 Así fue el entrenamiento de hoy con la presencia especial de @SverrirIngi! #GranadaSíCree #EternaLucha #EspanyolGranada pic.twitter.com/byxwIPYIrB— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 18, 2017
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira