„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Klopp var ekki sá hressasti í leikslok. Vísir/Getty Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. DO NOT SCRATCH YOUR EYES! #WATLIVpic.twitter.com/1yWpGDEejM— Watford Football Club (@WatfordFC) February 29, 2020 „Þeir gerðu það sem þeir vildu, við gerðum það ekki. Þannig virkar fótbolti,“ sagði Klopp í viðtali við BBC eftir leikinn. „Maður verður að sætta sig við það, það er ekki auðvelt en við vorum ekki nægilega góðir í kvöld,“ sagði Klopp jafnframt um tapið. „Ef þú vinnur, gott. Ef þú tapar, reyndu að gera það eins og maður,“ sagði Þjóðverjinn síkáti að lokum.Van Dijk dró fram klisjubókina Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool vildi reyna horfa á einn leik í einu. „Ég verð að hrósa Watford, þeir spiluðu mjög vel og skoruðu þrjú mörk, það er raunveruleikinn. Við gátum ekki brotið þá á bak aftur. Þetta var erfitt og við verðum að gera betur.“ „Við leyfum fjölmiðlum að tala um einhver met, við viljum bara vinna hvern einasta leik,“ sagði Van Dijk og átti þar við met Arsenal liðsins frá tímabilinu 2003/2004 þegar liðið tapaði ekki einum einasta leik. Alls fór liðið 49 leiki án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool var komið upp í 44. „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Við verðum að vera auðmjúkir og leggja meira á okkur í næsta leik,“ sagði hollenska varnartröllið að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. DO NOT SCRATCH YOUR EYES! #WATLIVpic.twitter.com/1yWpGDEejM— Watford Football Club (@WatfordFC) February 29, 2020 „Þeir gerðu það sem þeir vildu, við gerðum það ekki. Þannig virkar fótbolti,“ sagði Klopp í viðtali við BBC eftir leikinn. „Maður verður að sætta sig við það, það er ekki auðvelt en við vorum ekki nægilega góðir í kvöld,“ sagði Klopp jafnframt um tapið. „Ef þú vinnur, gott. Ef þú tapar, reyndu að gera það eins og maður,“ sagði Þjóðverjinn síkáti að lokum.Van Dijk dró fram klisjubókina Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool vildi reyna horfa á einn leik í einu. „Ég verð að hrósa Watford, þeir spiluðu mjög vel og skoruðu þrjú mörk, það er raunveruleikinn. Við gátum ekki brotið þá á bak aftur. Þetta var erfitt og við verðum að gera betur.“ „Við leyfum fjölmiðlum að tala um einhver met, við viljum bara vinna hvern einasta leik,“ sagði Van Dijk og átti þar við met Arsenal liðsins frá tímabilinu 2003/2004 þegar liðið tapaði ekki einum einasta leik. Alls fór liðið 49 leiki án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool var komið upp í 44. „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Við verðum að vera auðmjúkir og leggja meira á okkur í næsta leik,“ sagði hollenska varnartröllið að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30