Erlent

Interpol lýsir eftir Yanukovych

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Viktor Yanukovych
Viktor Yanukovych Vísir/Getty
Viktor Yanukovych, fyrrum forseti Úkraínu, er nú eftirlýstur af Interpol. Stjórnvöld í Úkraínu saka hann um að hafa dregið að sér opinbert fé sem hleypur á milljónum dollara.

Yanukocych flúði land eftir að mikil mótmæli brutust út í Úkraínu snemma á seinasta ári. Mikið hefur gengið á í landinu síðan þá; Krímskagi er nú hluti af Rússlandi og mikil átök geisa enn í austurhéruðum landsins.

 

Lýst var eftir Yanukovych á vefsíðu Interpol fyrr í dag undir rauðu merki, sem þýðir að Interpol aðstoðar úkraínsku lögregluna við að finna fyrrum forsetann með það fyrir augum að hann verði handtekinn og framseldur.

Yanukovych sást seinast á mynd með kvikmyndaleikstjóranum Oliver Stone en talið er að myndin hafi verið tekin í Moskvu í desember síðastliðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×