Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar auk Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, hafa lagt fram breytingatillögu við þriðju umræðu frumvarps um skattkerfisbreytingar sem nú stendur yfir á Alþingi.
Lagt er til að gjald á sykraðar vörur verði ekki afnumið um áramótin heldur haldist óbreytt og nefnist héðan í frá „sykurgjald“.
Þá er jafnframt lögð fram tillaga að breytingu við fjárlagafrumvarpið, í tengslum við sykurgjaldið. Breytingin felur það í sér að þeir 3 milljarðar sem fáist með gjaldinu renni til uppbyggingar í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega á Landspítalanum.
Að auki leggja flokkarnir til að tekjur af gjaldinu verði nýttar til að sporna gegn auknum lyfjakostnaði sjúklinga í S-merktum lyfjum sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Vilja að sykurgjald renni til heilbrigðiskerfisins
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
