„Jamal Musaila er besti enski leikmaðurinn sem þú hefur aldrei heyrt um“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2021 10:01 Jamal Musiala í leik með Bayern gegn Leverkusen skömmu fyrir jól. Alex Gottschalk/Getty Það eru væntanlega fáir sem þekkja til Englendingsins Jamal Musiala en þessi sautján ára leikmaður er á mál hjá Bayern Munchen þar sem hann er búinn að brjótast inn í aðallið félagsins. Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020 Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Sjá meira
Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Sjá meira