Bregst við mótmælum með því að skipta út ellefu ráðherrum Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2021 07:52 Mótmæli hafa verið tíð á götum Túnisborgar síðustu rúmu vikuna. Getty/Jdidi Wassim Þingið í Túnis samþykkti í gær nýja ráðherra í ríkisstjórn landsins, en forsætisráðherrann Hichem Mechichi vill með breytingunum bregðast við þeirri reiði sem blossað hefur upp í landinu og leitt til mikilla mótmæla síðustu daga. Mechichi skipti meðal annars út þungavigtarmönnum í ríkisstjórninni og koma meðal annars nýir ráðherrar innanríkismála, heilbrigðismála og dómsmála inn í ríkisstjórnina. Mechichi kveðst vona að með þessu verði ríkisstjórnin „skilvirkari“ í sínum störfum. Þúsundir manna hafa síðustu daga haldið út á götur til að mótmæla aukinni fátækt í landinu og því sem lýst er sem afskiptaleysi stjórnmálastéttarinnar. Mechichi segir ríkisstjórnina ætla að hlusta á raddir mótmælendanna. Hrókeringarnar í ríkisstjórninni hafa þó einnig leitt til aukinnar togstreitu milli forsætisráðherrans og forsetans Kais Saied. Saied segist ekkert hafa verið með í ráðum og fullyrðir að sumir hinna nýju ráðherra séu grunaðir um spillingu. Þegar verið var að staðfesta nýja ráðherra í þinginu héldu sumir stjórnarandstæðingar á myndum af ungum mótmælenda sem lét á dögunum lífið í átökum við lögreglu. Þessi nýja bylgja mótmæla kemur um svipað leyti og þess er minnst að tíu ár eru nú liðin frá mótmælaöldunnar 2011 sem leiddi til falls einræðisherrans Ben Ali. Mótmælin í Túnis þá voru kveikjan að Arabíska vorinu svokallaða. Túnis Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Mechichi skipti meðal annars út þungavigtarmönnum í ríkisstjórninni og koma meðal annars nýir ráðherrar innanríkismála, heilbrigðismála og dómsmála inn í ríkisstjórnina. Mechichi kveðst vona að með þessu verði ríkisstjórnin „skilvirkari“ í sínum störfum. Þúsundir manna hafa síðustu daga haldið út á götur til að mótmæla aukinni fátækt í landinu og því sem lýst er sem afskiptaleysi stjórnmálastéttarinnar. Mechichi segir ríkisstjórnina ætla að hlusta á raddir mótmælendanna. Hrókeringarnar í ríkisstjórninni hafa þó einnig leitt til aukinnar togstreitu milli forsætisráðherrans og forsetans Kais Saied. Saied segist ekkert hafa verið með í ráðum og fullyrðir að sumir hinna nýju ráðherra séu grunaðir um spillingu. Þegar verið var að staðfesta nýja ráðherra í þinginu héldu sumir stjórnarandstæðingar á myndum af ungum mótmælenda sem lét á dögunum lífið í átökum við lögreglu. Þessi nýja bylgja mótmæla kemur um svipað leyti og þess er minnst að tíu ár eru nú liðin frá mótmælaöldunnar 2011 sem leiddi til falls einræðisherrans Ben Ali. Mótmælin í Túnis þá voru kveikjan að Arabíska vorinu svokallaða.
Túnis Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent