Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 19:59 Albertína hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan 2017. Vísir/vilhelm Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins. „Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ skrifar Albertína í Facebook-færslu í kvöld. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni.“ Albertína segir að sér hafi þótt ómetanlegt að vera fulltrúi norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sá að starfið krefjist mikils af fólki. Þá sé það ekki sérstaklega fjölskylduvænt, auk þess sem hún hafi saknað þess að geta ekki verið meira á Akureyri. Kæru vinir, það hafa verið mikil forre ttindi að sitja a þingi fyrir Samfylkinguna i Norðausturkjo rdæmi þetta...Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Hún hafi því, eftir mikla umhugsun, ákveðið að gefa ekki kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar sem eru nú í haust. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“ Albertína er fædd árið 1980 og hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi síðan 2017. Alþingi Ástin og lífið Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
„Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ skrifar Albertína í Facebook-færslu í kvöld. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni.“ Albertína segir að sér hafi þótt ómetanlegt að vera fulltrúi norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sá að starfið krefjist mikils af fólki. Þá sé það ekki sérstaklega fjölskylduvænt, auk þess sem hún hafi saknað þess að geta ekki verið meira á Akureyri. Kæru vinir, það hafa verið mikil forre ttindi að sitja a þingi fyrir Samfylkinguna i Norðausturkjo rdæmi þetta...Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Hún hafi því, eftir mikla umhugsun, ákveðið að gefa ekki kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar sem eru nú í haust. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“ Albertína er fædd árið 1980 og hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi síðan 2017.
Alþingi Ástin og lífið Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira