Fimm konur saka Manson um gróft ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:53 Fimm konur, þar á meðal Evan Rachel Wood, hafa stigið fram og sakað Manson um gróft ofbeldi. Vísir/Getty Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag. „Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið. Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
„Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið.
Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira