Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 15:11 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira