Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 15:11 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira