Fékk ekki að millilenda þrátt fyrir „gulltryggingu með tveimur mótefnamælingum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 23:23 Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð og var á heimleið frá Íslandi í gærmorgun. Henni var hins vegar meinað að millilenda á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að vera með mótefni gegn covid-19. Getty/samsett Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt. „Ég fer bara beint í sjálfsafgreiðsluvélina svona eins og ég er vön að gera, því ég er bara með handfarangur,“ segir Ísold í samtali við Vísi. „Það kom bara error á vélinni og mér sagt að fara að innritunarborðinu, ég fer þangað og sýni þeim þessa villumeldingu sem ég fékk frá vélinni og þær segja að það sé af því ég er að fara til Danmerkur,“ segir Ísold. Mældist með mótefni á Íslandi og í Svíþjóð Ísold starfar í veitingageiranum í Svíþjóð og fékk covid-19 í kringum mánaðamótin október og nóvember í fyrra. Hún var með staðfest skjal með niðurstöðu mótefnamælingar frá Svíþjóð frá því í lok nóvember og nýtt plagg frá Íslandi sem einnig sýndi fram á að hún væri með mótefni. Hún vissi að það væru strangar reglur í Danmörku, líkt og svo víða annars staðar, og taldi sig vera búna að kynna sér vel hvaða reglur væru í gildi. „Ég hafði tékkað á þessu sjálf á mörgum síðum, bæði á sænskum síðum og á dönsku síðunum og á öllum síðum sem mér datt í hug, utanríkisráðuneytið og flugvöllinn sjálfan og SAS sem ég var að fljúga með og allt mögulegt,“ útskýrir Ísold. „Ég hafði fyrst farið í mótefnamælingu 24. nóvember í Svíþjóð og í mótefnamælingunni kom í ljós að ég væri með mótefni þannig að það var ekkert mál að koma til Íslands. En svo núna þegar ég var að fara þá ætla ég að sýna þetta, og af því að í Danmörku að því er ég gat best lesið, þá stóð alls staðar að það var verið að tala um tólf vikur. Tólf vikur væri undantekningin um að vera með neikvætt covid próf við innkomu í Danmörku,“ segir Ísold, en almennt þurfa allir, sem ekki hafa fengið covid-19, að sýna fram á neikvætt PCR-próf sem ekki er eldra en 24 tíma gamalt áður en komið er til Danmerkur. „Þar sem ég var bara að millilenda þá fannst mér ennþá ólíklegra að þetta yrði eitthvað vandamál, af því ég er með mótefni og var aldrei að fara inn í landið þannig að þá fannst mér þetta ennþá skrítnara,“ segir Ísold, en til öryggis ákvað hún að fara aftur í mótefnamælingu á Íslandi. Misvísandi upplýsingar „Þannig að starfsmönnunum á flugvellinum fannst ég alveg að vera að gera allt rétt. Ég væri búin að gulltryggja mig með tveimur mótefnamælingum á mismunandi tímum þannig að þeim fannst þetta sjálfum bara fáránlegt,“ segir Ísold. Hún hafi fengið góða þjónustu hjá starfsmönnum Icelandair á flugvellinum en afstöðu SAS-var ekki haggað um gögnin sem hún hafði uppfylltu ekki reglurnar. „SAS neitar að breyta og flugvöllurinn í Danmörku segir bara nei, að ég megi ekki koma inn, af því að fyrsta prófið mitt er þá of gamalt og nýja prófið mitt er of nýtt. Því þá kom í ljós að það mátti ekki vera eldra en átta vikur og ég var á elleftu vikunni, sem var þó innan þessa tólf vikna ramma sem að ég hélt að ég væri að fara í gegnum, og nýja prófið var of nýtt,“ segir Ísold. Á opinberri heimasíðu danskra stjórnvalda vegna covid-19 segir að þeir sem greinst hafi með covid-19 verði að geta sýnt fram á jákvætt covid-19 próf sem sé í mesta lagi tólf vikna gamalt og ekki nýrra en tveggja vikna gamalt. Þessar upplýsingar virðast í ósamræmi við þær upplýsingar sem Ísold vitnar til hér á undan um að prófið megi ekki vera eldra en átta vikna. Fundu leið með millilendingu í Amsterdam „Annað prófið mitt var of gamalt og hitt var of nýtt. Það var alveg sama, hvað sem tautar og raular. En þær eru samt starfsmenn mánaðarins þessar stúlkur á flugvellinum, þær unnu þrekvirki þarna þegar þær voru að hringja fyrir mig hingað og þangað. Ég hélt að það myndi bara þurfa að senda mig heim. Þær eiga alveg hrós skilið en þær enduðu á að finna einhvern veginn út úr þessu og redduðu mér með Icelandair-vél til Amsterdam í staðinn,“ segir Ísold, en þar gat hún millilent og fengið tengiflug áfram til Stokkhólms. „Þær redduðu mér algjörlega því ég var alveg að sjá fram á það að ég væri að fara að enda aftur í Reykjavík og missa úr vinnu. Því ég átti að mæta í vinnuna núna,“ segir Ísold. Mæla með því að fara ekki í gegnum Danmörku Hún segist hafa orðið vör við umræðu þar sem varað er við því að ferðast í gegnum Danmörku, en möguleikarnir eru ekki margir nú þegar flugsamgöngur til og frá Íslandi eru verulega takmarkaðar. „Fólk virðist núna vera að mæla með því að fara bara alls ekki í gegnum Danmörku. En eins og ég segi, af því ég var með tvær mótefnamælingar og af því ég var innan þessa tólf vikna ramma, þess vegna dreif ég mig að kaupa miða áður en þessar tólf vikur voru búnar þannig mér finnst Danir vera mjög óskýrir með þetta. Sérstaklega skrítið að fólk sem er með mótefni megi ekki einu sinni millilenda á flugvellinum,“ segir Ísold. Þar að auki hafi hún verið að koma frá Íslandi, sem er grænt á kortinu og fá eða engin smit hafa verið að greinast á Íslandi undanfarna daga. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Ég fer bara beint í sjálfsafgreiðsluvélina svona eins og ég er vön að gera, því ég er bara með handfarangur,“ segir Ísold í samtali við Vísi. „Það kom bara error á vélinni og mér sagt að fara að innritunarborðinu, ég fer þangað og sýni þeim þessa villumeldingu sem ég fékk frá vélinni og þær segja að það sé af því ég er að fara til Danmerkur,“ segir Ísold. Mældist með mótefni á Íslandi og í Svíþjóð Ísold starfar í veitingageiranum í Svíþjóð og fékk covid-19 í kringum mánaðamótin október og nóvember í fyrra. Hún var með staðfest skjal með niðurstöðu mótefnamælingar frá Svíþjóð frá því í lok nóvember og nýtt plagg frá Íslandi sem einnig sýndi fram á að hún væri með mótefni. Hún vissi að það væru strangar reglur í Danmörku, líkt og svo víða annars staðar, og taldi sig vera búna að kynna sér vel hvaða reglur væru í gildi. „Ég hafði tékkað á þessu sjálf á mörgum síðum, bæði á sænskum síðum og á dönsku síðunum og á öllum síðum sem mér datt í hug, utanríkisráðuneytið og flugvöllinn sjálfan og SAS sem ég var að fljúga með og allt mögulegt,“ útskýrir Ísold. „Ég hafði fyrst farið í mótefnamælingu 24. nóvember í Svíþjóð og í mótefnamælingunni kom í ljós að ég væri með mótefni þannig að það var ekkert mál að koma til Íslands. En svo núna þegar ég var að fara þá ætla ég að sýna þetta, og af því að í Danmörku að því er ég gat best lesið, þá stóð alls staðar að það var verið að tala um tólf vikur. Tólf vikur væri undantekningin um að vera með neikvætt covid próf við innkomu í Danmörku,“ segir Ísold, en almennt þurfa allir, sem ekki hafa fengið covid-19, að sýna fram á neikvætt PCR-próf sem ekki er eldra en 24 tíma gamalt áður en komið er til Danmerkur. „Þar sem ég var bara að millilenda þá fannst mér ennþá ólíklegra að þetta yrði eitthvað vandamál, af því ég er með mótefni og var aldrei að fara inn í landið þannig að þá fannst mér þetta ennþá skrítnara,“ segir Ísold, en til öryggis ákvað hún að fara aftur í mótefnamælingu á Íslandi. Misvísandi upplýsingar „Þannig að starfsmönnunum á flugvellinum fannst ég alveg að vera að gera allt rétt. Ég væri búin að gulltryggja mig með tveimur mótefnamælingum á mismunandi tímum þannig að þeim fannst þetta sjálfum bara fáránlegt,“ segir Ísold. Hún hafi fengið góða þjónustu hjá starfsmönnum Icelandair á flugvellinum en afstöðu SAS-var ekki haggað um gögnin sem hún hafði uppfylltu ekki reglurnar. „SAS neitar að breyta og flugvöllurinn í Danmörku segir bara nei, að ég megi ekki koma inn, af því að fyrsta prófið mitt er þá of gamalt og nýja prófið mitt er of nýtt. Því þá kom í ljós að það mátti ekki vera eldra en átta vikur og ég var á elleftu vikunni, sem var þó innan þessa tólf vikna ramma sem að ég hélt að ég væri að fara í gegnum, og nýja prófið var of nýtt,“ segir Ísold. Á opinberri heimasíðu danskra stjórnvalda vegna covid-19 segir að þeir sem greinst hafi með covid-19 verði að geta sýnt fram á jákvætt covid-19 próf sem sé í mesta lagi tólf vikna gamalt og ekki nýrra en tveggja vikna gamalt. Þessar upplýsingar virðast í ósamræmi við þær upplýsingar sem Ísold vitnar til hér á undan um að prófið megi ekki vera eldra en átta vikna. Fundu leið með millilendingu í Amsterdam „Annað prófið mitt var of gamalt og hitt var of nýtt. Það var alveg sama, hvað sem tautar og raular. En þær eru samt starfsmenn mánaðarins þessar stúlkur á flugvellinum, þær unnu þrekvirki þarna þegar þær voru að hringja fyrir mig hingað og þangað. Ég hélt að það myndi bara þurfa að senda mig heim. Þær eiga alveg hrós skilið en þær enduðu á að finna einhvern veginn út úr þessu og redduðu mér með Icelandair-vél til Amsterdam í staðinn,“ segir Ísold, en þar gat hún millilent og fengið tengiflug áfram til Stokkhólms. „Þær redduðu mér algjörlega því ég var alveg að sjá fram á það að ég væri að fara að enda aftur í Reykjavík og missa úr vinnu. Því ég átti að mæta í vinnuna núna,“ segir Ísold. Mæla með því að fara ekki í gegnum Danmörku Hún segist hafa orðið vör við umræðu þar sem varað er við því að ferðast í gegnum Danmörku, en möguleikarnir eru ekki margir nú þegar flugsamgöngur til og frá Íslandi eru verulega takmarkaðar. „Fólk virðist núna vera að mæla með því að fara bara alls ekki í gegnum Danmörku. En eins og ég segi, af því ég var með tvær mótefnamælingar og af því ég var innan þessa tólf vikna ramma, þess vegna dreif ég mig að kaupa miða áður en þessar tólf vikur voru búnar þannig mér finnst Danir vera mjög óskýrir með þetta. Sérstaklega skrítið að fólk sem er með mótefni megi ekki einu sinni millilenda á flugvellinum,“ segir Ísold. Þar að auki hafi hún verið að koma frá Íslandi, sem er grænt á kortinu og fá eða engin smit hafa verið að greinast á Íslandi undanfarna daga.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“