Innlent

Sprungur í Suður­stranda­vegi afleiðing skjálfta

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprungur eru farnar að myndast í veginum.
Sprungur eru farnar að myndast í veginum. Vegagerðin

Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni eru vegfarendur varaðir við sprungunum og þeim bent á að aka varlega um svæðið.

Í samtali við Vísi segir G. Pétur Matthíasson að sprungurnar hafi komið í ljós í kjölfar jarðskjálftanna. Þær séu þó ekki svo stórar að tilefni sé til að loka veginum, en merkt verði fyrir þeim. Verið er að skoða hvernig best er að gera við veginn.

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar hafa orðið á svæðinu síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×