Liverpool vann hann með tveimur mörkum gegn engu. Það var heimaleikur Leipzig og staða Englandsmeistaranna því afar góð fyrir seinni leikinn miðvikudaginn 10. mars.
The #UCL second leg match between @LFC and @RBLeipzig_EN will take place in Budapest, Hungary.
— UEFA (@UEFA) March 4, 2021
A full list of affected UEFA fixtures is available here:
Leikurinn getur ekki farið fram á Anfield í Liverpool sökum ferðatakmarkana milli Þýskalands og Englands vegna kórónuveirufaraldursins.
Manchester City og Borussia Mönchengladbach geta þó mæst á Etihad vellinum í Manchester en aðrar reglur gilda um Saxland, þar sem Leipzig er, og Norðurrín-Vestfalíu, þar sem Mönchengladbach er.
Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum gegn Leipzig. Þau má sjá hér fyrir neðan.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.