Haraldur varaði við því að kvika frá Krýsuvík gæti gosið við Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2021 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur varaði við því fyrir sex árum að sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni gæti leitt til eldgoss í jaðri Reykjavíkur. Hvatti hann þá til þess að betra áhættumat yrði gert fyrir Reykjavíkursvæðið. Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira