Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 09:00 Leikmenn Porto fagna af innlifun eftir að Sérgio Oliveira skoraði annað mark liðsins gegn Juventus. getty/Valerio Pennicino Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. Juventus vann 3-2 sigur á Porto en féll úr leik á útivallarmörkum, 4-4 samanlagt. Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli en þýska liðið fór áfram, 5-4 samanlagt. Leikur Juventus og Porto á Allianz vellinum í Tórínó var frábær skemmtun. Sérgio Oliveira kom Porto í 0-1 úr vítaspyrnu á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Federico Chiesa jafnaði fyrir Juventus á 49. mínútu og fimm mínútum síðar vænkaðist hagur Ítalíumeistaranna enn frekar þegar Mehdi Taremi, framherji Porto, var rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Klippa: Leikmaður Porto rekinn af velli Chiesa kom Juventus yfir á 63. mínútu með skalla eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Juans Cuadrado í leiknum og því þurfti að framlengja. Á 115. mínútu fékk Porto aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Oliveira tók hana og skoraði með föstu skoti. Varnarveggur Juventus var hinn asnalegasti í markinu en Cristiano Ronaldo sneri til að mynda baki í boltann. Adrien Rabiot kom Juventus í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Federicos Bernadeschi á 117. mínútu en nær komust ítölsku meistararnir ekki og Porto fagnaði sæti í átta liða úrslitunum. Klippa: Juventus 3-2 Porto Eins og í fyrri leik Dortmund og Sevilla kom Erling Haaland mikið við sögu í leik liðanna á Signal Iduna Park í gær. Norðmaðurinn kom Dortmund yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Haaland skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks en það var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en Norðmaðurinn skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði. Hann var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland setti boltann í sama horn, skoraði og fagnaði fyrir framan Bono. Hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin. Haaland scored But VAR ruled the goal out Then gave Dortmund a pen Bono saved it And the rebound But VAR ordered a retake Haaland scored #UCL pic.twitter.com/LGZ5mJUigF— Goal (@goal) March 9, 2021 Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla úr víti á 69. mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann með skalla eftir fyrirgjöf Ivans Rakitic. Lokatölur 2-2 en Dortmund fór áfram, 5-4 samanlagt. Klippa: Dortmund 2-2 Sevilla Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Juventus vann 3-2 sigur á Porto en féll úr leik á útivallarmörkum, 4-4 samanlagt. Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli en þýska liðið fór áfram, 5-4 samanlagt. Leikur Juventus og Porto á Allianz vellinum í Tórínó var frábær skemmtun. Sérgio Oliveira kom Porto í 0-1 úr vítaspyrnu á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Federico Chiesa jafnaði fyrir Juventus á 49. mínútu og fimm mínútum síðar vænkaðist hagur Ítalíumeistaranna enn frekar þegar Mehdi Taremi, framherji Porto, var rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Klippa: Leikmaður Porto rekinn af velli Chiesa kom Juventus yfir á 63. mínútu með skalla eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Juans Cuadrado í leiknum og því þurfti að framlengja. Á 115. mínútu fékk Porto aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Oliveira tók hana og skoraði með föstu skoti. Varnarveggur Juventus var hinn asnalegasti í markinu en Cristiano Ronaldo sneri til að mynda baki í boltann. Adrien Rabiot kom Juventus í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Federicos Bernadeschi á 117. mínútu en nær komust ítölsku meistararnir ekki og Porto fagnaði sæti í átta liða úrslitunum. Klippa: Juventus 3-2 Porto Eins og í fyrri leik Dortmund og Sevilla kom Erling Haaland mikið við sögu í leik liðanna á Signal Iduna Park í gær. Norðmaðurinn kom Dortmund yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Haaland skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks en það var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en Norðmaðurinn skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði. Hann var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland setti boltann í sama horn, skoraði og fagnaði fyrir framan Bono. Hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin. Haaland scored But VAR ruled the goal out Then gave Dortmund a pen Bono saved it And the rebound But VAR ordered a retake Haaland scored #UCL pic.twitter.com/LGZ5mJUigF— Goal (@goal) March 9, 2021 Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla úr víti á 69. mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann með skalla eftir fyrirgjöf Ivans Rakitic. Lokatölur 2-2 en Dortmund fór áfram, 5-4 samanlagt. Klippa: Dortmund 2-2 Sevilla Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45
Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti