Danir hafa stöðvað notkun efnisins og er það til skoðunar í Noregi. Við ræðum nánar um þetta í hádegisfréttum okkar.
Við tökum einnig stöðuna á jarðhræringunum á Reykjanesskaga en skjálfti af stærri gerðinni reið yfir í morgun í Eldvörpum. Náttúruvársérfræðingur segir hann tengjast spennubreytingum. Smáskjálftavirkni er enn talin vera fyrirboði eldgoss.
Við segjum frá því hvernig gengur í prófkjöri Pírata og allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR. Það er starfsmanni í kjörstjórn til efs að nokkurn tíma hafi þátttaka verið jafn góð og á þessum tímapunkti. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum.