Klopp: Hann er einn af þeim bestu í heimi í sinni bestu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:30 Fabinho var valinn maður leiksins í 2-0 sigri Liverpool á RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. AP/Laszlo Balogh Þetta hefur verið sérstakt tímabil fyrir leikmenn Liverpool og ekki síst fyrir leikmann eins og Brasilíumanninn Fabinho. Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni. Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu. Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins. Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik. Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished. No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021 Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu. „Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum. „Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL Most tackles made: Thiago Most duels won: Thiago Most recoveries: Fabinho Most interceptions: FabinhoJürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni. Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni. Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu. Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins. Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik. Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished. No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021 Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu. „Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum. „Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL Most tackles made: Thiago Most duels won: Thiago Most recoveries: Fabinho Most interceptions: FabinhoJürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni. Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira