Erlent

Bætist í hóp þeirra sem hætta tíma­bundið notkun bólu­efnis AstraZene­ca

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íslensk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á fimmtudag að notkun bóluefnis AstraZeneca yrði hætt tímabundið hér á landi. 
Íslensk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á fimmtudag að notkun bóluefnis AstraZeneca yrði hætt tímabundið hér á landi.  AP/Virginia Mayo

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku.

Fyrir helgi ákváðu íslensk, írsk, dönsk, norsk og búlgörsk sóttvarnayfirvöld að gera hlé á notkun efnisins á meðan frekari upplýsinga væri aflað. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að afar mikilvægt væri að ganga úr skugga um að ekkert orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á efninu.

Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist.

Stofnunin kvaðst þó hafa til rannsaka skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.


Tengdar fréttir

Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa

Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca.

Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun

Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×