Spenntur fyrir EM, stefnir á atvinnumennsku og segir Blika ætla sér þann stóra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 19:01 Róbert Orri ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Skjáskot Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks er einn fjögurra leikmanna sem spilar hér á landi sem er á leið á EM U21 ef marka má listann sem birtist á vef UEFA í dag. Hann ætlar sér stóra hluti á EM sem og í Pepsi Max-deildinni í sumar. Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira