Mkhitaryan tognaði nýverið á kálfa í leik með Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, samkvæmt Sky Sports Italia. Nú hefur verið staðfest að hann missi af komandi landsliðsglugga þar sem Armenía og Ísland mætast meðal annars.
Mkhitaryan hefur leikið einkar vel með Roma á leiktíðinni og virðist vera finna sitt gamla form eftir erfiða dvöl hjá Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Mkhitaryan hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur níu í 25 leikjum með Roma í Serie A á leiktíðinni. Það eru því einkar jákvæðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að hann verði ekki með í leiknum þann 28. mars.