Ohanian er einn af þeim sem standa að baki nýja bandaríska kvennafótboltaliðinu Angel City FC en þar hefur hann verið í fararbroddi.
Angel City liðið er frá Los Angeles og mun væntanlega byrja að spila í NWSL-deildinni árið 2022 en margir heimsfrægir aðilar eru í eigandahópnum, þar á meðal eiginkonan og súperstjarnan Serena Williams.
Angel City: Initializing a Women s Football Club in Los Angeles | by Alexis Ohanian | Initialized Capital | Jul, 2020 | Medium https://t.co/pUfFTxEifv
— Kai Ryssdal (@kairyssdal) July 29, 2020
Ohanian segir að það sé að hans meti betri fjárfesting að setja pening í NWSL-deild stelpnanna en í MLS-deild strákanna.
„Það er gríðarlega mikils virði að vera tengdur þessum konum. Heildarmarkaðsvirði af slíku er meira í dag en að tengja sig karlaboltanum. Þetta segi með ég með fullri virðningu fyrir körlunum því þeir eru að skila flottu starfi líka. Mér finnst bara fáránlegt hvað þessar konur eru vanmetnar,“ sagði Alexis Ohanian í samtali við ESPN.
In an interview with ESPN colleague @fernandopalomo, #WeAreAngelCity lead investor Alexis Ohanian says, "The value of being associated with these women, I think, is a greater brand value than being associated with their male counterparts." https://t.co/MQEAvVC7g5 #NWSL
— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) March 17, 2021
„Bandarískir aðdáendur eru að átta sig á því að það eru frábærir íþróttamenn að spila þessa íþrótt út um allan heim og bestu knattspyrnukonur heims eru bandarískar. Það er ekki hægt að segja það um knattspyrnumenn þjóðarinnar,“ sagði Ohanian.
Í eigandahóp Angel City eru auk hjónanna leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria og gömlu fótboltastjörnurnar Julie Foudy, Mia Hamm og Abby Wambach svo einhverjar séu nefndar.
Liðið mun spila heimaleiki sína á Banc of California leikvanginum sem er suður af miðbæ Los Angeles en karllið LAFC úr MLS-deildinni spilar líka á vellinum.