Þetta eru stjörnurnar sem Ísland þarf að eiga við í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 13:01 Timo Werner og Ilkay Gündogan fengu undanþágu frá ferðatakmörkunum, til að ferðast frá Bretlandi til Þýskalands í leikinn við Ísland. Getty Joachim Löw getur ef að líkum lætur stillt fram ógnarsterku byrjunarliði gegn Íslandi í kvöld þegar Þýskaland og Ísland hefja undankeppni HM í Katar, þangað sem bæði lið stefna. Miðað við nýjustu upplýsingar fer leikurinn fram, þó að tveir leikmenn hafi í dag helst úr lestinni hjá Þjóðverjum. Jonas Hofmann greindist með kórónuveirusmit en hann hefði að öllum líkindum hvort sem er ekki verið í byrjunarliði Þjóðverja í kvöld. Bakvörðurinn Marcel Halstenberg, sem nú hefur verið settur í sóttkví vegna smits Hofmanns, hefði aftur á móti líklega byrjað leikinn. Ef ekki verða frekari skakkaföll tengd smiti Hofmanns, vegna sóttkvíar eða fleiri smita, er líklegt byrjunarlið Þýskalands svona, samkvæmt þýskum miðlum: Mögulegt byrjunarlið Þýskalands (4-3-3) Markvörður: Manuel Neuer, 34 ára, Bayern, 96 landsleikir. Hægri bakvörður: Lukas Klostermann, 24 ára, RB Leipzig, 10 landsleikir. Miðvörður: Matthias Ginter, 27 ára, Gladbach, 35 landsleikir. Miðvörður: Antonio Rüdiger, 28 ára, Chelsea, 37 landsleikir. Vinstri bakvörður: Philipp Max, 27 ára, PSV, 3 landsleikir. Miðjumaður: Joshua Kimmich, 26 ára, Bayern, 50 landsleikir. Miðjumaður: Leon Goretzka, 26 ára, Bayern, 29 landsleikir. Miðjumaður: Ilkay Gündogan, 30 ára, Man. City, 42 landsleikir. Sóknarmaður: Leroy Sané, 25 ára, Bayern, 25 landsleikir. Sóknarmaður: Timo Werner, 25 ára, Chelsea, 35 landsleikir. Sóknarmaður: Serge Gnabry, 25 ára, Bayern, 17 landsleikir. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Bayern München eru í líklegu byrjunarliði Þýskalands í kvöld, og þar er einnig sá sem valinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvo mánuði, Ilkay Gündogan úr Manchester City. Leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fengu undanþágu frá sóttvarnareglum í Þýskalandi, til að taka þátt í leiknum. Vilja svara fyrir sig eftir sex marka tap Þýska landsliðið tapaði 6-0 gegn Spáni í síðasta landsleik sínum, í Þjóðadeildinni í nóvember, og ætlar að svara fyrir sig í kvöld. Leikmenn liðsins eru jafnframt að berjast fyrir sæti EM-hópnum í sumar þegar liðið leikur sína síðustu leiki undir stjórn Löws. Þjóðverjar eru án Toni Kroos í kvöld en hann dró sig úr hópnum vegna meiðsla. Varnarmennirnir Niklas Süle og Robin Gosens verða ekki heldur með í kvöld, ekki frekar en Hofmann sem er miðjumaður. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að leikurinn í kvöld fari örugglega fram eins og staðan er núna Talsmaður þýska knattspyrnusambandsins segir að eins og staðan sé núna fari leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 í kvöld örugglega fram. 25. mars 2021 12:39 Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. 25. mars 2021 10:00 „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. 24. mars 2021 18:03 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Miðað við nýjustu upplýsingar fer leikurinn fram, þó að tveir leikmenn hafi í dag helst úr lestinni hjá Þjóðverjum. Jonas Hofmann greindist með kórónuveirusmit en hann hefði að öllum líkindum hvort sem er ekki verið í byrjunarliði Þjóðverja í kvöld. Bakvörðurinn Marcel Halstenberg, sem nú hefur verið settur í sóttkví vegna smits Hofmanns, hefði aftur á móti líklega byrjað leikinn. Ef ekki verða frekari skakkaföll tengd smiti Hofmanns, vegna sóttkvíar eða fleiri smita, er líklegt byrjunarlið Þýskalands svona, samkvæmt þýskum miðlum: Mögulegt byrjunarlið Þýskalands (4-3-3) Markvörður: Manuel Neuer, 34 ára, Bayern, 96 landsleikir. Hægri bakvörður: Lukas Klostermann, 24 ára, RB Leipzig, 10 landsleikir. Miðvörður: Matthias Ginter, 27 ára, Gladbach, 35 landsleikir. Miðvörður: Antonio Rüdiger, 28 ára, Chelsea, 37 landsleikir. Vinstri bakvörður: Philipp Max, 27 ára, PSV, 3 landsleikir. Miðjumaður: Joshua Kimmich, 26 ára, Bayern, 50 landsleikir. Miðjumaður: Leon Goretzka, 26 ára, Bayern, 29 landsleikir. Miðjumaður: Ilkay Gündogan, 30 ára, Man. City, 42 landsleikir. Sóknarmaður: Leroy Sané, 25 ára, Bayern, 25 landsleikir. Sóknarmaður: Timo Werner, 25 ára, Chelsea, 35 landsleikir. Sóknarmaður: Serge Gnabry, 25 ára, Bayern, 17 landsleikir. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Bayern München eru í líklegu byrjunarliði Þýskalands í kvöld, og þar er einnig sá sem valinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvo mánuði, Ilkay Gündogan úr Manchester City. Leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fengu undanþágu frá sóttvarnareglum í Þýskalandi, til að taka þátt í leiknum. Vilja svara fyrir sig eftir sex marka tap Þýska landsliðið tapaði 6-0 gegn Spáni í síðasta landsleik sínum, í Þjóðadeildinni í nóvember, og ætlar að svara fyrir sig í kvöld. Leikmenn liðsins eru jafnframt að berjast fyrir sæti EM-hópnum í sumar þegar liðið leikur sína síðustu leiki undir stjórn Löws. Þjóðverjar eru án Toni Kroos í kvöld en hann dró sig úr hópnum vegna meiðsla. Varnarmennirnir Niklas Süle og Robin Gosens verða ekki heldur með í kvöld, ekki frekar en Hofmann sem er miðjumaður.
Mögulegt byrjunarlið Þýskalands (4-3-3) Markvörður: Manuel Neuer, 34 ára, Bayern, 96 landsleikir. Hægri bakvörður: Lukas Klostermann, 24 ára, RB Leipzig, 10 landsleikir. Miðvörður: Matthias Ginter, 27 ára, Gladbach, 35 landsleikir. Miðvörður: Antonio Rüdiger, 28 ára, Chelsea, 37 landsleikir. Vinstri bakvörður: Philipp Max, 27 ára, PSV, 3 landsleikir. Miðjumaður: Joshua Kimmich, 26 ára, Bayern, 50 landsleikir. Miðjumaður: Leon Goretzka, 26 ára, Bayern, 29 landsleikir. Miðjumaður: Ilkay Gündogan, 30 ára, Man. City, 42 landsleikir. Sóknarmaður: Leroy Sané, 25 ára, Bayern, 25 landsleikir. Sóknarmaður: Timo Werner, 25 ára, Chelsea, 35 landsleikir. Sóknarmaður: Serge Gnabry, 25 ára, Bayern, 17 landsleikir.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að leikurinn í kvöld fari örugglega fram eins og staðan er núna Talsmaður þýska knattspyrnusambandsins segir að eins og staðan sé núna fari leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 í kvöld örugglega fram. 25. mars 2021 12:39 Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. 25. mars 2021 10:00 „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. 24. mars 2021 18:03 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Segir að leikurinn í kvöld fari örugglega fram eins og staðan er núna Talsmaður þýska knattspyrnusambandsins segir að eins og staðan sé núna fari leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 í kvöld örugglega fram. 25. mars 2021 12:39
Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. 25. mars 2021 10:00
„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. 24. mars 2021 18:03