Erlent

32 látnir eftir á­rekstur lesta í Egypta­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Áreksturinn varð í suðurhluta Egyptalands, í Sohag-héraði.
Áreksturinn varð í suðurhluta Egyptalands, í Sohag-héraði. EPA

Að minnsta kosti 32 eru látnir og rúmlega níutíu slasaðir eftir að tvær lestir rákust saman í suðurhluta Egyptalands í dag.

Talsmaður lestaryfirvalda Í Egyptalandi segir að tveir lestarvagnar hafi farið af sporinu og velt í árekstri tveggja lesta í héraðinu Sohag.

BBC segir frá því „óþekktir aðilar“ hafi tekið í neyðarhemla framarlega í lestinni sem hafði orðið til þess að lest sem var fyrir aftan á sporinu rákst á hana.

Rannsókn er hafin á málinu og er haft eftir forseta landsins, Abdel Fattah al-Sisi, að málið muni hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir þann eða þá sem verða fundnir sekir.

Forsætisráðherrann Mostafa Madbouly er á leiðinni á staðinn ásamt nokkrum úr öðrum úr ráðherraliðinu.

Lestarslys hafa verið nokkuð algeng í Egyptalandi þar sem lítið hefur verið fjárfest í lestarsamgöngukerfinu og því illa við haldið. Eitt mannskæðasta lestarslys sögunnar varð suður af egypsku höfuðborginni Kaíró árið 2002 þar sem 373 manns fórust eftir að eldur kom upp í lestinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×