Brasilíumaðurinn hefur sagt að hann vilji spila með Messi á nýjan leik en samnigur Messi við Barcelona rennur út i sumar.
Mikið var rætt og ritað um framtíð Messis og hann orðaður við PSG til að mynda en nú virðist hann glaður hjá Barcelona og er sagður vilja vera þar áfram.
Katalónska dagblaðið Ara greinir frá því að ákvörðun Messi um að vilja vera áfram í Katalóníu hafi fengið Neymar til að snúast hugur.
„Neymar mun spila með Messi aftur, ekki hjá PSG heldur Barcelona,“ sagði fyrrum njósnari Barcelona, Andre Cury, í samtali við El Litoral.
Það verður þó erfitt að sjá hvernig Börsungar ætli að semja við bæði Messi og Neymar í sumar en fjárhagsstaða liðsins er ansi slæm.
Börsungar mæta Real Valladolid í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hefst leikurinn klukkan 19.00.
Fari Börsungar með sigur af hólmi eru þeir einungis einu stigi á eftir toppliði Atletico Madrid.
Neymar 'puts brakes on PSG contract talks as he eyes Lionel Messi reunion at Barcelona' https://t.co/DOeYdpjBDT
— MailOnline Sport (@MailSport) April 4, 2021