Innlent

Opið en mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nú vellur hraun upp á þremur stöðum á gossprungunni í Fagradalsfjalli.
Nú vellur hraun upp á þremur stöðum á gossprungunni í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga eru nú opnar almenningi að nýju en þar var opnað fyrir umferð klukkan sex í morgun eins og reynt er að gera alla jafna.

Stefnt er að því að hafa svæðið opið fram til klukkan sex í kvöld og svo verður rýmt á miðnætti samkvæmt venju. 

Í gær þurfti lögregla að loka svæðinu fyrr en venjulega vegna mikillar gasmengunar og var fólki því gert að yfirgefa Geldinga- og Meradali um áttaleytið. 

Í morgun er bjartviðri á staðnum að sögn lögreglu en snjór yfir öllu og því mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×