Algjört ævintýri en verkefnið orðið heldur langt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 13:00 Frá gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera pínu strembið en okkur líður ágætlega held ég,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira