Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 11:15 Skuggi þyrilvængjunnar Ingenuity þegar hún hóf sig til lofts á Mars að morgni mánudagsins 19. apríl 2021. NASA/JPL Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. Ingenuity hóf sig á loft á rauðu reikistjörnunni klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun og var þannig fyrsta manngerða farið til þess að fljúga undir eigin afli á öðrum hnetti. Vegna fjarlægðarinnar á milli Mars og jarðarinnar fékk NASA ekki staðfestingu á að tilraunin hefði virkað fyrr en um klukkan ellefu að íslenskum tíma. Fögnuður braust út hjá Ingenuity-teyminu þegar gögn úr hæðarmæli sýndu að litla þyrlan hefði svifið í þriggja metra hæð í um fjörutíu sekúndur. Ekki minnkaði gleðin þegar mynd barst neðan úr þyrlunni sem sýndi skugga hennar á rykugu yfirborði reikistjörnunnar og síðan önnur úr könnunarjeppanum Perseverance sem stóð álengdar og fylgdist með. "Ingenuity has performed its first flight the first flight of a powered aircraft on another planet!"The data reveals: Our #MarsHelicopter has had a successful first flight: pic.twitter.com/h5a6aGGgHG— NASA (@NASA) April 19, 2021 Þyrilvængjunni er aðeins ætlað að kanna aðstæður til flugs á Mars en engin vísindatæki eru um borð í henni. Töluvert erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni þrátt fyrir að þyngdarkrafturinn á Mars sé aðeins þriðjungur af þeim á jörðinni. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur, aðeins um 1% af þykkt þess jarðneska. Því þurfa þyrilblöð Ingenuity að snúast 2.500 sinnum á mínútu til þess að ná flugi, um fimmfalt hraðar en hún þyrfti á jörðinni. You wouldn’t believe what I just saw. More images and video to come...#MarsHelicopterhttps://t.co/PLapgbHeZU pic.twitter.com/mbiOGx4tJZ— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) April 19, 2021 Ætlunin er að gera fleiri tilraunir með Ingenuity á Mars, allt að fimm flugferðir þar sem þyrilvængjan hættir sér lengra. Þegar tilraununum með Ingenuity er lokið heldur Perseverance, sem lenti á Mars í febrúar, áfram vísindaleiðangri sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mars Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Ingenuity hóf sig á loft á rauðu reikistjörnunni klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun og var þannig fyrsta manngerða farið til þess að fljúga undir eigin afli á öðrum hnetti. Vegna fjarlægðarinnar á milli Mars og jarðarinnar fékk NASA ekki staðfestingu á að tilraunin hefði virkað fyrr en um klukkan ellefu að íslenskum tíma. Fögnuður braust út hjá Ingenuity-teyminu þegar gögn úr hæðarmæli sýndu að litla þyrlan hefði svifið í þriggja metra hæð í um fjörutíu sekúndur. Ekki minnkaði gleðin þegar mynd barst neðan úr þyrlunni sem sýndi skugga hennar á rykugu yfirborði reikistjörnunnar og síðan önnur úr könnunarjeppanum Perseverance sem stóð álengdar og fylgdist með. "Ingenuity has performed its first flight the first flight of a powered aircraft on another planet!"The data reveals: Our #MarsHelicopter has had a successful first flight: pic.twitter.com/h5a6aGGgHG— NASA (@NASA) April 19, 2021 Þyrilvængjunni er aðeins ætlað að kanna aðstæður til flugs á Mars en engin vísindatæki eru um borð í henni. Töluvert erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni þrátt fyrir að þyngdarkrafturinn á Mars sé aðeins þriðjungur af þeim á jörðinni. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur, aðeins um 1% af þykkt þess jarðneska. Því þurfa þyrilblöð Ingenuity að snúast 2.500 sinnum á mínútu til þess að ná flugi, um fimmfalt hraðar en hún þyrfti á jörðinni. You wouldn’t believe what I just saw. More images and video to come...#MarsHelicopterhttps://t.co/PLapgbHeZU pic.twitter.com/mbiOGx4tJZ— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) April 19, 2021 Ætlunin er að gera fleiri tilraunir með Ingenuity á Mars, allt að fimm flugferðir þar sem þyrilvængjan hættir sér lengra. Þegar tilraununum með Ingenuity er lokið heldur Perseverance, sem lenti á Mars í febrúar, áfram vísindaleiðangri sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mars Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira