Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 12:55 Pútín Rússlandsforseti býr sig undir að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins í morgun. AP/Dmitrí Astakhov/Spútník Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi. Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi.
Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira