Fótbolti

Berglind hélt hreinu en Hallbera í tapliði

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hallbera spilaði allan leikinn fyrir AIK.
Hallbera spilaði allan leikinn fyrir AIK. vísir/vilhelm

Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebrö sem vann 1-0 sigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta síðdegis. AIK, lið Hallberu Gísladóttur, þurfti að þola tap.

Karin Lundin skoraði eina mark leiksins fyrir Örebrö í upphafi síðari hálfleiks gegn Vittsjö. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Örebrö en Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á bekknum.

Hallbera Gísladóttir spilaði þá allan leikinn fyrir AIK sem tapaði 2-1 fyrir Linköping á heimavelli. Eftir jafntefli í fyrsta leik er AIK með eitt stig í deildinni en Örebrö er með þrjú stig eftir tap fyrir Djurgarden í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×