Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 17:48 Collins við æfingar á Canaveral-höfða á Flórída 19. júní árið 1969. Rúmum mánuði síðar stýrði hann stjórnhylki Apollo 11-leiðangursins á meðan félagar hans tveir urðu fyrstu mennirnir til þess að lenda á tunglinu. Vísir/AP Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. Banamein Collins var krabbamein en fjölskylda hans greindi frá andláti hans í dag. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið aftur út í geim eftir Apollo 11-leiðangur þeirra Armstrong og Aldrin varð Collins ötull málsvari geimkönnunar. Hann skrifaði fjölda bóka og var einn stofnenda Loft- og geimferðasafns Smithsonian-safnsins í Washington-borg. Ferð Collins um tunlgið á meðan þeir Armstrong og Aldrin svifu með tunglferjunni Erninum niður á yfirborð tunglsins hefur gjarnan verið lýst sem þeirri einmanalegustu í sögunni. Hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið í 28 klukkustundir. Stóran hluta þess tíma var hann án fjarskiptasambands við jörðina þegar hann var handan tunglsins frá jörðu séð. „Ekki síðan Adam var og hét hefur nokkur manneskja þekkt slíka einsemd,“ sagði Douglas Ward, fjölmiðlafulltrúi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA við fréttamenn á sínum tíma og vísaði til fyrsta mannsins úr sköpunarsögu Biblíu kristinnar manna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi frægri mynd sem Collins tók af Erninum þegar hann sveif niður til tunglsins með jörðina í bakgrunni. Collins var þannig eini maðurinn í alheiminum sem var ekki á myndinni. Michael Collins tók þessa frægu ljósmynd af öllum jarðarbúum samankomnum á heimaplánetunni sinni og ferðafélögum sínum í Erninum - allri heimsbyggðinni fyrir utan hann pic.twitter.com/gAns3Feo1b— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 28, 2021 Washington Post segir að Collins hafi viðurkennt síðar að hafa verið skelfingu lostinn á meðan hann beið eftir að tunglferja félaga hans sneri aftur til stjórnhylkisins. Hefði eitthvað farið úrskeiðið hefði Collins þurft að skilja Armstrong og Aldrin eftir og snúa aftur til jarðar einn. „Minn duldi ótti undanfarna sex mánuði hefur verið að skilja þá eftir á tunglinu og snúa aftur til jarðar einn,“ skrifaði Collins í æviminningum sínum, að því er segir í andlátsfrétt Washington Post. Tunglfararnir þrír á þrjátíu ára afmæli lendingarinnar árið 1999. Frá vinstri: Michael Collins, Neil Armstrong og Buzz Aldrin. Af þremenningunum er aðeins Aldrin enn á lífi.AP/Doug Mills Collins ferðaðist meira en 383.000 kílómetra og sveif í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir tunglinu án þess þó að stíga þar nokkru sinni niður fæti. Um ævina var hann ítrekað spurður hvort að hann iðraðist þess ekki að hafa ekki fengið tækifæri til þess að lenda á tunglinu. „Ég veit að ég væri lygari eða flón ef ég segði að ég hefði átt besta sætið af þremur í Apollo 11-leiðangrinum en ég get sagt með sanni og yfirvegun að ég er fullkomlega sáttur við það sem ég hef,“ skrifaði Collins í sjálfsævisögunni sem kom út árið 1974, fimm árum eftir förina fræknu. Armstrong, sem var fyrstur til að stíga fæti á tunglið, lést árið 2012. Aldrin er eini leiðangursmaðurinn sem enn lifir en hann er 91 árs gamall. Aldrin minntist vinar síns á Twitter í dag. „Hvar sem þú hefur verið eða verður muntu alltaf hafa neistann til þess að færa okkur lipurlega upp í nýjar hæðir og inn í framtíðina,“ tísti Aldrin. Dear Mike,Wherever you have been or will be, you will always have the Fire to Carry us deftly to new heights and to the future. We will miss you. May you Rest In Peace. #Apollo11 pic.twitter.com/q4sJjFdvf8— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) April 28, 2021 Andlát Bandaríkin Tunglið Geimurinn Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Banamein Collins var krabbamein en fjölskylda hans greindi frá andláti hans í dag. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið aftur út í geim eftir Apollo 11-leiðangur þeirra Armstrong og Aldrin varð Collins ötull málsvari geimkönnunar. Hann skrifaði fjölda bóka og var einn stofnenda Loft- og geimferðasafns Smithsonian-safnsins í Washington-borg. Ferð Collins um tunlgið á meðan þeir Armstrong og Aldrin svifu með tunglferjunni Erninum niður á yfirborð tunglsins hefur gjarnan verið lýst sem þeirri einmanalegustu í sögunni. Hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið í 28 klukkustundir. Stóran hluta þess tíma var hann án fjarskiptasambands við jörðina þegar hann var handan tunglsins frá jörðu séð. „Ekki síðan Adam var og hét hefur nokkur manneskja þekkt slíka einsemd,“ sagði Douglas Ward, fjölmiðlafulltrúi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA við fréttamenn á sínum tíma og vísaði til fyrsta mannsins úr sköpunarsögu Biblíu kristinnar manna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi frægri mynd sem Collins tók af Erninum þegar hann sveif niður til tunglsins með jörðina í bakgrunni. Collins var þannig eini maðurinn í alheiminum sem var ekki á myndinni. Michael Collins tók þessa frægu ljósmynd af öllum jarðarbúum samankomnum á heimaplánetunni sinni og ferðafélögum sínum í Erninum - allri heimsbyggðinni fyrir utan hann pic.twitter.com/gAns3Feo1b— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 28, 2021 Washington Post segir að Collins hafi viðurkennt síðar að hafa verið skelfingu lostinn á meðan hann beið eftir að tunglferja félaga hans sneri aftur til stjórnhylkisins. Hefði eitthvað farið úrskeiðið hefði Collins þurft að skilja Armstrong og Aldrin eftir og snúa aftur til jarðar einn. „Minn duldi ótti undanfarna sex mánuði hefur verið að skilja þá eftir á tunglinu og snúa aftur til jarðar einn,“ skrifaði Collins í æviminningum sínum, að því er segir í andlátsfrétt Washington Post. Tunglfararnir þrír á þrjátíu ára afmæli lendingarinnar árið 1999. Frá vinstri: Michael Collins, Neil Armstrong og Buzz Aldrin. Af þremenningunum er aðeins Aldrin enn á lífi.AP/Doug Mills Collins ferðaðist meira en 383.000 kílómetra og sveif í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir tunglinu án þess þó að stíga þar nokkru sinni niður fæti. Um ævina var hann ítrekað spurður hvort að hann iðraðist þess ekki að hafa ekki fengið tækifæri til þess að lenda á tunglinu. „Ég veit að ég væri lygari eða flón ef ég segði að ég hefði átt besta sætið af þremur í Apollo 11-leiðangrinum en ég get sagt með sanni og yfirvegun að ég er fullkomlega sáttur við það sem ég hef,“ skrifaði Collins í sjálfsævisögunni sem kom út árið 1974, fimm árum eftir förina fræknu. Armstrong, sem var fyrstur til að stíga fæti á tunglið, lést árið 2012. Aldrin er eini leiðangursmaðurinn sem enn lifir en hann er 91 árs gamall. Aldrin minntist vinar síns á Twitter í dag. „Hvar sem þú hefur verið eða verður muntu alltaf hafa neistann til þess að færa okkur lipurlega upp í nýjar hæðir og inn í framtíðina,“ tísti Aldrin. Dear Mike,Wherever you have been or will be, you will always have the Fire to Carry us deftly to new heights and to the future. We will miss you. May you Rest In Peace. #Apollo11 pic.twitter.com/q4sJjFdvf8— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) April 28, 2021
Andlát Bandaríkin Tunglið Geimurinn Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira