„Við ákváðum að kýla á þetta þó aðstæðurnar í samfélaginu væru dálítið stressandi. Undirbúningur hafði staðið yfir í tæpt ár svo að bakka út var aldrei inni í myndinni. Hollur skyndibiti er líka eitthvað sem á við í öllu árferði,“ segir Stefán Arnórsson en hann opnaði hollustu barinn Nútrí Acaí á Háaleitisbraut 58 -60 ásamt tveimur félögum sínum í nóvember í fyrra þegar samkomutakmarkanir settu mark sitt á mannlífið.
Á Nútrí er hins vegar boðið upp á skálar og smoothies sem erfitt er að standast, úr alvöru lífrænni Açaí og Pitaya purreé. Nútrí flytja sjálf inn sitt Acaí og Pitaya sem á uppruna sinn úr Amazon frumskóginum í Brasilíu.
„Viðtökurnar fóru strax fram úr björtustu vonum. Acaí þeytingurinn sló sérstaklega í gegn. Hann er nefnilega alveg jafn hollur og hann er bragðgóður. Við búum til okkar eigið hrá-snikkers sem „topping“ frá grunni sem gefur skálunum sérstöðu og geggjað bragð. Strax erum við komin með æðislegan kúnnahóp og erum mjög þakklát fyrir það. Eitt skemmtilegt verkefni var þegar við græjuðum morgunverð fyrir 250 manna fyrirtæki og gekk það eins og í sögu. Einnig bjóðum við upp á kaffi frá Laird Superfood, sem er afar vandað kaffibrand sem fæst ekki annarsstaðar á Íslandi en hjá okkur“ segir Stefán.
Hægt er að skoða matseðil Nútri Acaí Bar inn á www.nutri.is