Martens mætti í viðtal – á spænsku – að loknum 2-1 sigri Börsunga á PSG. Hún var hetja liðsins en þessi hollenski vængmaður skoraði bæði mörkin í frábærum sigri Barcelona. Fyrra markið var sérstaklega glæsilegt.
Hin 28 ára gamla Martens hefur verið í herbúðum Börsunga síðan 2017. Árið 2019 fór hún alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar en þá beið liðið lægri hlut gegn Lyon. Nú ætla þær sér sigur.
„Við erum mjög ánægðar, aðeins einn leikur eftir,“ sagði Martens eftir leik. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Estamos muy felices. Sólo queda un partido @liekemartens1 pic.twitter.com/kPGR9B4xMH
— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 2, 2021
Barcelona mætir Chelsea í úrslitum. Úrslitaleikurinn fer fram 16. maí í Svíþjóð. Í Gautaborg nánar tiltekið, á Gamla Ullevi-vellinum.