Erlent

Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Veiðimenn í Karachi í Pakistan eru komnir í land og hafa gengið vandlega frá bátum sínum vegna Tauktae.
Veiðimenn í Karachi í Pakistan eru komnir í land og hafa gengið vandlega frá bátum sínum vegna Tauktae. epa/Shahzaib Akber

Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998.

Að minnsta kosti sex hafa þegar látið lífið og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín í miklum rigningum sem hafa verið undanfari stormsins. 

Óveðrið kemur á afar slæmum tíma fyrir landið þar sem heilbrigðiskerfi Indlands er komið að fótum fram vegna annarar bylgju kórónuveirufaraldursins sem geisað hefur síðustu vikur. 

Búist er við að vindhraði Tauktae verði 160 kílómetrar á klukkustund þegar hann nær landi í dag en auk Gujarat hefur nágrannahéraðið Maharastra einnig verið sett á neyðarstig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×