Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2021 21:24 Protasevich var handtekinn í gær, en myndin er frá mótmælum í Minsk árið 2017. AP/Sergei Grits Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dmitri Protasevich, föður Romans, að hann hefði miklar áhyggjur af þeirri meðferð sem sonur hans fengi nú þegar hann er í haldi yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. „Við vonum að hann muni þola þetta. Við verðum hrædd bara við að hugsa um þetta, en það er mögulegt að hann hafi verið barinn og pyntaður. Við erum hrædd um það,“ sagði Dmitri. Fjölskylda Romans væri í miklu áfalli vegna málsins. Flugvélin sem Protasevich var farþegi í var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníus í Litháen en var látin lenda í Hvíta-Rússlandi þegar hún kom inn í lofthelgi landsins. Protasevich var í kjölfarið handtekinn. „Þetta er eitthvað sem á ekki að vera að gerast í miðri Evrópu á 21. öldinni. Við vonum að allt alþjóðasamfélagið, þar á meðal Evrópusambandið, setji fordæmalausan þrýsting á yfirvöld. Við vonum að sá þrýstingur beri árangur og yfirvöld átti sig á því að þau hafi gert afar stór mistök,“ hefur BBC eftir föðurnum. Birtu myndband af blaðamanninum Í dag birtu hvítrússnesk stjórnvöld myndband af Protasevich þar sem hann kvaðst vera við góða heilsu og virtist játa þau brot sem honum eru gefin að sök í Hvíta-Rússlandi. Þau brot fela í sér að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Aðgerðasinnar í Hvíta-Rússlandi segja játningu Protasevich ekki ósvikna, þar sem hann hafi einfaldlega verið látinn játa. Evrópusambandið hefur í kjölfar málsins ákveðið að beita Hvíta-Rússland auknum viðskiptaþvingunum og hvatti flugfélög til þess að fljúga ekki inn í hvítrússneska lofthelgi. Þá hefur hvítrússneskum flugvélum verið bannað að fljúga yfir lofthelgi aðildarríkja ESB. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dmitri Protasevich, föður Romans, að hann hefði miklar áhyggjur af þeirri meðferð sem sonur hans fengi nú þegar hann er í haldi yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. „Við vonum að hann muni þola þetta. Við verðum hrædd bara við að hugsa um þetta, en það er mögulegt að hann hafi verið barinn og pyntaður. Við erum hrædd um það,“ sagði Dmitri. Fjölskylda Romans væri í miklu áfalli vegna málsins. Flugvélin sem Protasevich var farþegi í var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníus í Litháen en var látin lenda í Hvíta-Rússlandi þegar hún kom inn í lofthelgi landsins. Protasevich var í kjölfarið handtekinn. „Þetta er eitthvað sem á ekki að vera að gerast í miðri Evrópu á 21. öldinni. Við vonum að allt alþjóðasamfélagið, þar á meðal Evrópusambandið, setji fordæmalausan þrýsting á yfirvöld. Við vonum að sá þrýstingur beri árangur og yfirvöld átti sig á því að þau hafi gert afar stór mistök,“ hefur BBC eftir föðurnum. Birtu myndband af blaðamanninum Í dag birtu hvítrússnesk stjórnvöld myndband af Protasevich þar sem hann kvaðst vera við góða heilsu og virtist játa þau brot sem honum eru gefin að sök í Hvíta-Rússlandi. Þau brot fela í sér að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Aðgerðasinnar í Hvíta-Rússlandi segja játningu Protasevich ekki ósvikna, þar sem hann hafi einfaldlega verið látinn játa. Evrópusambandið hefur í kjölfar málsins ákveðið að beita Hvíta-Rússland auknum viðskiptaþvingunum og hvatti flugfélög til þess að fljúga ekki inn í hvítrússneska lofthelgi. Þá hefur hvítrússneskum flugvélum verið bannað að fljúga yfir lofthelgi aðildarríkja ESB.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55