Geimstöðin varð fyrir geimrusli Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 22:53 Gatið á einangrun Canadaarm2 er um hálfur sentímetri að breidd. NASA/CSA Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða.
Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23
Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00
Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15