Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 09:09 Hvítrússneska ríkisflugfélaginu Belavia er ekki vært í Evrópu með nýjum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38
Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15