Innlent

Bein út­sending: Eld­hús­dags­um­ræður á Al­þingi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þessir þingmenn munu taka þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.
Þessir þingmenn munu taka þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Alþingi

Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver flokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum hér að neðan auk þess að sjá mælendaskrá.

  1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkur
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur
  3. Logi Einarsson, Samfylkingin
  4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri græn
  5. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar
  6. Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokkur
  7. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
  8. Inga Sæland, Flokkur fólksins
  9. Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokkur
  10. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur
  11. Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingin
  12. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri græn
  13. Halldóra Mogensen, Píratar
  14. Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokkur
  15. Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn
  16. Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins
  17. Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkur
  18. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokkur
  19. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingin
  20. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri græn
  21. Andrés Ingi Jónsson, Píratar
  22. Þórarinn Ingi Pétursson, Framsóknarflokkur
  23. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdótttir, Viðreisn
  24. Inga Sæland, Flokkur fólksins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×