Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á að frumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis yrði tekið á dagskrá. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði Pírata hafa sett þinglokasamninga í uppnám með þessu. vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu. Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu.
Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira