Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 12:43 Jeffrey Ross Gunter sagði af sér sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að Donald Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember. Eftirmaður hans hefur enn ekki verið tilnefndur. Twitter bandaríska sendiráðsins Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46