Samúel Kári Friðjónsson var skipt af velli í uppbótartíma hjá Viking frá Stafangri sem tapaði mjög svo óvænt, 3-0, fyrir botnliði Sandefjord. Sandefjord hafði fyrir leik dagsins ekki fengið stig í fyrstu leikjum sínum og er liðið áfram á botninum með þrjú stig.
Viking er aftur á móti með 12 stig í sjötta sæti.
Bjarni Mark Antonsson var þá skipt af velli á 89. mínútu í liði Brage sem tapaði 3-1 á heimavelli fyrir Örgryte í sænsku B-deildinni. Brage er í mikilli fallbaráttu og situr á botninum með níu stig, en þrjú lið fyrir ofan þá eru með tíu stig.