Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárhagsstöðu félagsins en Laporta tók við stjórnartaumunum á nýjan leik í haust.
Eftir fyrstu mánuðina í starfi segir hann að staðan sé ekki góð.
„Félagið er í verri stöðu en ég hafði búist við og ég hafði búist við því að þetta yrði flókið,“ sagði Laporte.
„Þegar ég segi að félagið er í verri stöðu en ég bjóst við er það vegna þess að nokkrir samningar hafa mikil áhrif.“
Þrátt fyrir að vera í þessum vandræðum eins og Laporte segir þá hefur félagið sankað að sér mönnum í glugganum.
Sergio Aguero, Eric Garcia, Emerson og Memphis Depay hafa samið við félagið nú þegar.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.