22 ára aldursmunur á markaskorurunum Fylkismanna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 09:30 Óskar Borgþórsson, Helgi Valur Daníelsson og Dagur Dan Þórhallsson fagna hér saman einu marka Fylkisliðsins í gær ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn settu nær örugglega nýtt met í sigri sínum á Skagamönnum í Pepsi Max deild karla. Þá skoruðu nýliði og mikill reynslubolti í sama leiknum. Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson voru meðal markaskorara Árbæjarliðsins og settu um leið líklega met í efstu deild karla. Helgi jafnaði metin eftir að Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en Óskar kom Fylki síðan í 2-1 þrjátíu mínútum síðar. Dagur Dan Þórhallsson innsiglaði síðan sigurinn. Helgi Valur er nefnilega fæddur árið 13. júlí 1981 en Óskar kom ekki í heiminn fyrr en 15. júlí 2003. Það eru því meira en 22 ár á milli þeirra. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Svo skemmtilega vill til að Helgi Valur var að spila með Fylkisliðinu í úrvalsdeildinni kvöldið áður en Óskar fæddist. Helgi lék þá með Fylki í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Óskar var þarna í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild en hann hafði þrisvar sinnum áður komið inn á sem varamaður. Á meðan Óskar var að spila sinn fjórða úrvalsdeildarleik fyrir Fylki þá var Helgi Valur að spila leik númer 111. Helgi Valur spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Fylki í efstu deild í 5-0 sigri á Breiðabliki 1. júní árið 2000 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. Þá var Dagur Dan, hinn markaskorari Fylkismanna í gær, ekki orðinn eins mánaða. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Það voru enn fremur liðin tæp átta ár síðan að svo gamall leikmaður skoraði í úrvalsdeildinni. Helgi Valur varð í gær elsti markaskorarinn í Pepsi Max deildinni síðan að Dean Edward Martin skoraði fyrir ÍA á móti FH í september 2012. Martin var þá 40 ára og 20 daga en Helgi Valur fagnar fertugsafmæli sínu eftir tæpan mánuð. Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson voru meðal markaskorara Árbæjarliðsins og settu um leið líklega met í efstu deild karla. Helgi jafnaði metin eftir að Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en Óskar kom Fylki síðan í 2-1 þrjátíu mínútum síðar. Dagur Dan Þórhallsson innsiglaði síðan sigurinn. Helgi Valur er nefnilega fæddur árið 13. júlí 1981 en Óskar kom ekki í heiminn fyrr en 15. júlí 2003. Það eru því meira en 22 ár á milli þeirra. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Svo skemmtilega vill til að Helgi Valur var að spila með Fylkisliðinu í úrvalsdeildinni kvöldið áður en Óskar fæddist. Helgi lék þá með Fylki í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Óskar var þarna í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild en hann hafði þrisvar sinnum áður komið inn á sem varamaður. Á meðan Óskar var að spila sinn fjórða úrvalsdeildarleik fyrir Fylki þá var Helgi Valur að spila leik númer 111. Helgi Valur spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Fylki í efstu deild í 5-0 sigri á Breiðabliki 1. júní árið 2000 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. Þá var Dagur Dan, hinn markaskorari Fylkismanna í gær, ekki orðinn eins mánaða. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Það voru enn fremur liðin tæp átta ár síðan að svo gamall leikmaður skoraði í úrvalsdeildinni. Helgi Valur varð í gær elsti markaskorarinn í Pepsi Max deildinni síðan að Dean Edward Martin skoraði fyrir ÍA á móti FH í september 2012. Martin var þá 40 ára og 20 daga en Helgi Valur fagnar fertugsafmæli sínu eftir tæpan mánuð.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira