Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2021 09:23 Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Hanna Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. Í tilkynningu frá Jóni Þór kemur fram að Jón Þór telji að kanna þurfi hvort úrskurðurinn, sem lýtur að samtali tveggja lögreglumanna á Þorláksmessu, standist lög og reglur. Jón Þór telur fréttaflutning af málinu gefa fullt tilefni til þess að nefndin taki úrskurð nefndarinnar fyrir á opnum fundi. Í tilkynningunni eru þá lagðar fram fjórar ástæður fyrir því að Jón Þór telur að taka eigi málið fyrir á opnum fundi: „1. Nefndin telur samtal lögreglumannanna ámælisvert, en ekki virðist hafa komið fram í fjölmiðlum nákvæmlega hvað það er við orð lögreglumanna sem sé ámælisvert. Ljóst er þó að þarna fer fram tveggja manna tal sem getur ekki haft áhrif á það mál sem upprunalega var tilkynnt um, þ.e. fréttatilkynningu frá lögreglu daginn eftir. 2. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hvorugur lögreglumannanna kom nokkuð nálægt því að semja fréttatilkynninguna sem send var út að morgni aðfangadags og þetta samtal því ekki hluti af framkvæmd, starfsaðferðum eða verklagi lögreglu. 3. Samtal lögreglumannanna fer fram í einrúmi þar sem almenningur heyrir ekki til þeirra og því ljóst að ekki var kvartað til NEL vegna samtalsins. Það kemur einungis í ljós þegar myndbandsupptökur eru skoðaðar síðar. 4. NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga. Verður þó með engu móti séð að þetta einkasamtal hafi haft áhrif á vettvangi, því ekki var kvartað yfir framkomu þessara tveggja lögreglumanna.“ Það er mat Jóns Þórs að kanna þurfi hvort úrskurður nefndarinnar standist lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Þá telur hann mikilvægt að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé opinn, svo hægt sé að vitna í orð gesta. Það er í tilkynningunni sögð forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Í tilkynningu frá Jóni Þór kemur fram að Jón Þór telji að kanna þurfi hvort úrskurðurinn, sem lýtur að samtali tveggja lögreglumanna á Þorláksmessu, standist lög og reglur. Jón Þór telur fréttaflutning af málinu gefa fullt tilefni til þess að nefndin taki úrskurð nefndarinnar fyrir á opnum fundi. Í tilkynningunni eru þá lagðar fram fjórar ástæður fyrir því að Jón Þór telur að taka eigi málið fyrir á opnum fundi: „1. Nefndin telur samtal lögreglumannanna ámælisvert, en ekki virðist hafa komið fram í fjölmiðlum nákvæmlega hvað það er við orð lögreglumanna sem sé ámælisvert. Ljóst er þó að þarna fer fram tveggja manna tal sem getur ekki haft áhrif á það mál sem upprunalega var tilkynnt um, þ.e. fréttatilkynningu frá lögreglu daginn eftir. 2. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hvorugur lögreglumannanna kom nokkuð nálægt því að semja fréttatilkynninguna sem send var út að morgni aðfangadags og þetta samtal því ekki hluti af framkvæmd, starfsaðferðum eða verklagi lögreglu. 3. Samtal lögreglumannanna fer fram í einrúmi þar sem almenningur heyrir ekki til þeirra og því ljóst að ekki var kvartað til NEL vegna samtalsins. Það kemur einungis í ljós þegar myndbandsupptökur eru skoðaðar síðar. 4. NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga. Verður þó með engu móti séð að þetta einkasamtal hafi haft áhrif á vettvangi, því ekki var kvartað yfir framkomu þessara tveggja lögreglumanna.“ Það er mat Jóns Þórs að kanna þurfi hvort úrskurður nefndarinnar standist lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Þá telur hann mikilvægt að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé opinn, svo hægt sé að vitna í orð gesta. Það er í tilkynningunni sögð forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31
Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00