Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 10:10 Bretar samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið í júní árið 2016. Nú er komið að því að binda enda á frjálsa för á milli Bretlands og meginlands Evrópu. AP/Kirsty Wigglesworth Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag. Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira