Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 18:52 Allison Mack á leið úr dómsal í New York í dag, ásamt móður sinni Mindy Mack. AP/Mary Altaffer Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent