Hin 23 ára gamla Engen kemur til Barcelona frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg þar sem hún hefur leikið síðan árið 2019. Þar áður lék hún með Trondheims-Ørn og Lilleström í heimalandinu.
Engen hefur nú samið við spænska stórveldið sem var langbesta lið Spánar sem og Evrópu á síðustu leiktíð. Liðið lagði Chelsea 4-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vinna deildina heima fyrir með yfirburðum.
Barcelona announce the signing of Norwegian midfielder @ingrid_engen from Wolfsburg on a two-year deal. #UWCL | @FCBfemeni
— UEFA Women s Champions League (@UWCL) July 6, 2021
pic.twitter.com/MKC9GoXui9
Caroline Graham Hunter, landa Engen, er nú þegar ein af máttarstólpum Barcelona-liðsins en hún skoraði til að mynda eitt marka liðsins í úrslitaleiknum gegn Chelsea.
Engen á að baki 26 landsleiki fyrir Noreg og hefur skorað í þeim fimm mörk.