„Andrúmsloftið - ég held ég hafi aldrei heyrt í nýja Wembley-vellinum svona,“ sagði Gareth Southgate í viðtali eftir leik í kvöld.
„Við vitum hvað þjóðin okkar, líkt og aðrar, hafa gengið í gegnum, og að viðhalda þessari gleði og ferðalagi í nokkra daga í viðbót - við erum svo glaðir,“ sagði Southgate enn fremur.
England vann leikinn eftir umdeildan vítadóm þar sem Raheem Sterling var tekinn niður í teignum í framlengingu. Snertingin var ekki mikil en vítið stóð. Harry Kane steig á punktinn, lét Kasper Schmeichel verja frá sér en fylgdi á eftir og skoraði sigurmarkið úr frákastinu.
Ítalir bíða Englendinga í úrslitum á sunnudaginn kemur. Southgate segir þá stórhættulegan andstæðing.
„Þeir hafa sýnt framúrskarandi frammistöður og eiga varnarstríðsmenn sem hafa gengið í gegnum margt.“ sagði Soutgate og bætti við:
„Úrslitleikir eru þarna til að vinnast. Við þurfum að ná okkur niður og tjasla okkur saman. Við þurfum að endurheimta krafta okkar, vegna þess að kvöldið tók mikið frá okkur bæði andlega og líkamlega.“
England og Ítalía mætast í úrslitaleik Evrópumótsins klukkan 19:00 á sunnudagskvöld. Sá leikur verður sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.