Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 10:37 Assange er sagður við afar bága heilsu en hann situr enn í bresku fangelsi og mun gera það þar til endanlegur úrskurður í framsalsmálinu liggur fyrir. epa/Vickie Flores Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. Þetta kemur fram í gögnum sem voru lögð fram í aðdraganda þess að breskur dómstóll gaf bandarískum yfirvöldum heimild til að áfrýja niðurstöðu frá því í janúar, þegar annar dómstóll neitaði að samþykkja framsal, meðal annars á þeirri forsendu að aðstæður í svokölluðum hámarksgæslufangelsum í Bandaríkjunum væru ómannúðlegar. Heilsufar Assange er sagt afar bágt og óttast um líf hans ef hann verður framseldur. Í gögnunum, sem New York Times hefur undir höndum, segir að bandarísk stjórnvöld hafi komið til móts við áhyggjur dómarans sem hafnaði framsalskröfunni í janúar. Assange yrði til að mynda ekki neitað um samband við umheiminn og þá yrði honum ekki haldið í hámarksöryggisgæslufangelsinu í Florence í Ohio, nema hann gerði eitthvað til að verðskulda það. Þá segjast bandarísk yfirvöld munu samþykkja að Assange afpláni mögulegan dóm í Ástralíu. Assange er bæði ákærður fyrir að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að komast yfir leynileg gögn og senda þau til WikiLeaks og fyrir að birta gögnin. Seinna ákæruefnið gæti haft það í för með sér að fordæmi verði til fyrir því að dæma menn og fangelsa fyrir að birta leynileg gögn; það er fyrir að stunda blaðamennsku, óháð því hvort menn telja Assange blaðamann eða ekki en um það er deilt. WikiLeaks Mannréttindi England Bandaríkin Mál Julians Assange Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem voru lögð fram í aðdraganda þess að breskur dómstóll gaf bandarískum yfirvöldum heimild til að áfrýja niðurstöðu frá því í janúar, þegar annar dómstóll neitaði að samþykkja framsal, meðal annars á þeirri forsendu að aðstæður í svokölluðum hámarksgæslufangelsum í Bandaríkjunum væru ómannúðlegar. Heilsufar Assange er sagt afar bágt og óttast um líf hans ef hann verður framseldur. Í gögnunum, sem New York Times hefur undir höndum, segir að bandarísk stjórnvöld hafi komið til móts við áhyggjur dómarans sem hafnaði framsalskröfunni í janúar. Assange yrði til að mynda ekki neitað um samband við umheiminn og þá yrði honum ekki haldið í hámarksöryggisgæslufangelsinu í Florence í Ohio, nema hann gerði eitthvað til að verðskulda það. Þá segjast bandarísk yfirvöld munu samþykkja að Assange afpláni mögulegan dóm í Ástralíu. Assange er bæði ákærður fyrir að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að komast yfir leynileg gögn og senda þau til WikiLeaks og fyrir að birta gögnin. Seinna ákæruefnið gæti haft það í för með sér að fordæmi verði til fyrir því að dæma menn og fangelsa fyrir að birta leynileg gögn; það er fyrir að stunda blaðamennsku, óháð því hvort menn telja Assange blaðamann eða ekki en um það er deilt.
WikiLeaks Mannréttindi England Bandaríkin Mál Julians Assange Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira